Lög­reglan á Norður­landi eystra stöðvaði öku­mann sem keyrði á ofsa­hraða í Öxna­dal rétt fyrir há­degi í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu lög­reglunnar á Face­book.

Bif­reið mannsins mældist á 177 kíló­metra hraða á vegar­kafla þar sem há­marks­hraði er 90 kíló­metrar á klukku­stund.

Öku­maðurinn var færður á lög­reglu­stöðina á Akur­eyri þar sem hann var sviptur öku­réttindum. Lög­reglan hvetur alla öku­menn til að virða há­marks­hraða og aka eftir að­stæðum.