Mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum fundust í bifreið sem lögregla á Suðurnesjum hafði afskipti af á aðfaranótt sunnudag. Þá voru ökumaður bílsins og farþegi einnig með mikið af álíka lyfjum á fórum sér.

Lyf ætluð í sölu

Um var að ræða sterk verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf. Lögregla handtók fólkið og fór með það upp á lögreglustöð í skýrslutöku. Grunur leikar á að lyfin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft mörg mál á sinni könnu í vikunni og hefur meðal annars gert upp kannabis á þremur heimilium síðan á sunnudaginn.