Teitur Guð­munds­son for­stjóri Heilsu­verndar hefur hlotið fjögurra mánaða skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm til tveggja ára fyrir skatt­svik. Honum hefur verið gert að greiða rúm­lega fimm­tán milljón króna sekt á næstu fjórum vikum eða sæta fangelsis­vist í 240 daga.

Á­kæran snýst um starf­semi einka­hluta­fé­lagsins Sitrus þar sem Teitur var fram­kvæmda­stjóri, stjórnar­maður og pró­kúru­hafi.

Teitur var á­kærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðis­auka­skatts­skýrslum fé­lagsins, brotið lög um bók­hald, van­rækt að geyma bók­halds­gögn og skjöl sem tengdust rekstrinum með full­nægjandi hætti og peninga­þvott með því að nýta á­vinning af virðis­auka­skatts­brotinu, meðal annars í eigin þágu. Var hann sýknaður af þeim ákæruliðum, það er að segja peningaþvætti og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu.

Neitaði sök


Virðis­auka­skattur var ekki greiddur fyrir fé­lagið árin 2013, 2014 og 2015. Van­greiddur virðis­auka­skattur hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna. Búið er að greiða virðisaukaskattinn að fullu og er hann skuldlaus að fullu.

Teitur var til rann­sóknar af skatt­rann­sóknar­stjóra árið 2017 og sagði við hann að hann hafi ekki haft á­setning til skatt­svika. Á­kæra var gefin úr rúmum þremur og hálfu ári eftir að málið kom fyrst á borð skatt­rann­sóknar­stjóra.

Teitur neitaði sök í málinu og kvaðst hafa greitt allan van­goldinn virðis­auka­skatt.

Teitur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem lesa má hér.