Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður frá Flateyri hefur tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar og stefnir þar á þingsæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í kosningunum 2016 en tvo þingmenn í síðustu kosningum 2017. Teitur Björn skipaði þriðja sætið á listanum í báðum kosningunum.

Þingmenn Sjalfstæðisflokksins í kjördæminu eru Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir.