Á myndinni má sjá að framendinn kemur beint frá hinum hefðbundna Enyaq, nema að svuntan er ákveðnari en á Sportline-útgáfunni. Felgurnar á myndinni koma einnig frá Sportline-útgáfunni þó óvíst sé að þær verði á endanlegri útgáfu. Aðalbreytingin er á hönnun frá Abita og aftur eins og sjá má, en með lægri afturenda minnkar farangursrými niður í 570 lítra eða um 15 lítra. Bíllinn verður á sama MEBundirvagni og með sömu rafmótorum og aðrar útgáfur Enyaq. Sama má segja um útbúnað í innréttingu, en þar verður allt að mestu leyti við það sama. Búast má við að bíllinn verði aðeins dýrari en núverandi útgáfur en honum er ætlað að keppa beint við Tesla Model Y og VW ID.5.
Teikningin af bílnum sýnir nokkuð endanlega útgáfu nýs Skoda Enyaq Coupe með bogalaga þaklínu og lægri afturenda. MYND/SKODA
Skoda mun frumsýna nýjan Enyaq Coupe í lok mánaðarins og af því tilefni hefur Skoda látið frá sér teiknimynd af gripnum. Hann verður með bogalaga þaklínu og lægri afturenda og fær þar af leiðandi 10-15 km meira drægi.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir