Dómstóll í Rúmeníu mun í dag úrskurða um 30 daga gæsluvarðhald fyrrum boxarans og áhrifavaldsins Andrew Tate. Hann var handtekinn í fyrr í mánuðinum og úrskurðaður í varðhald vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi um að misnota konur.

Með Tate voru handteknir bróðir hans Tristan og tvær rúmenskar konur. Öll hafa þau neitað sök en ákæruvaldið segir bræðurna hafa náð að blekkja konurnar til sín með því að táldraga þær og ljúga að þeir vildu vera með þeim í sambandi.

Í frétt á vef Reuters kemur fram að þolendur Tate hafi verið fluttar í byggingu við útjaðar Búkarest og hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi, neyddar til að framleiða kynferðislegt efni fyrir samfélagsmiðla þar sem rukkað er fyrir efni auk þess sem þær voru beittar ofbeldi, kúgun og hótunum. Þá er annar bróðirinn sakaður um að hafa nauðgað einni konunni í mars á síðasta ári, en það var upphaf rannsóknar lögreglunnar.

Dómarinn í málinu segir í áliti sínu að mjög líklegt sé að mennirnir muni flýja land til lands sem ekki framselja og að það sé ekki hægt að líta fram hjá því og miklum fjárráðum bræðranna. Lögregla hefur lagt hald á mikinn fjölda lúxusbifreiða, tíu eignir og heimili sem eru skráð á þau sem grunuð eru og átti það að koma í veg fyrir að eignirnar væru seldar eða faldar.

Verði gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar samþykkt og fullyrðing lögreglu um að þeir þurfi meiri tíma geta þau farið fram á allt að 180 daga varðhald samkvæmt frétt Reuters.

en hann er vel þekktur fyrir hatursorðræðu sína gagnvart konum og ýmsum minnihlutahópum. Hann er bannaður á öllum helstu samfélagsmiðlum en Elon Musk opnaði Twitter aðgang hans þó aftur í fyrra. Tate er bæði með amerískt og breskt ríkisfang og hefur látið hafa eftir sér að það sé konum að hluta að kenna þegar þeim er nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum.

Nánar hér á vef Reuters.