Lögreglan á Norðurlandi vestra handtók tvo aðila við leit í hjólhýsi og bifreið þar sem talsvert magn ætlaðra fíkniefna fundust. Við aðgerðina var táragasi beitt gegn lögreglumönnum.

Aðilarnir voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.

Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook í nótt.