Franska lögreglan í beitti í dag táragasi á vestisklædda mótmælendur í borginni í dag. Ekkert lát er á mótmælunum þrátt fyrir að frönsk stjórnvöld hafi fallið frá áformum um að hækka skatt á eldsneyti. Mótmælendur hafa nú beint sjónum sínum að öðrum málum.

Um átta þúsund lögreglumenn eru á götum Parísar í dag. Vonir standa til að hægt verði að koma í veg fyrir álíka óeirðir og ríkt hafa undanfarna þrjá laugardaga.

Reuters greinir frá því að lögregla hafi í dag beitt mótmælendur táragasi. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að um 1.500 mótmælendur hafi verið við sigurbogann í dag og af þeim hafi 127 verið handtekin fyrir ýmis konar vopnaburð.