Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hæddist að loft­lags­bar­áttu­konunni Gretu Thun­berg að nýju og nú í til­efni þess að hún var valin manneskja ársins af tíma­ritinu TIME, fram yfir hann. Trump hæddist að henni á Twitter, sínum upp­á­halds sam­fé­lags­miðli og er ekki annað að sjá en að hann sé tapsár.

„Svo fá­rán­legt. Greta verður að vinna í reiði­stjórnunar­vanda­málum sínum, og svo fara á gamal­dags mynd með vini! Slakaðu á Greta, slakaðu á!“ skrifaði for­seti Banda­ríkjanna um sex­tán ára gömlu stelpuna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann hæðist að henni en hann skrifaði til að mynda í hæðnis­tón að hún virtist vera mjög hamingju­söm stúlka og aug­ljós­lega mjög skemmti­leg.

Greta, sem ný­verið hélt ræðu sem vakti heims­at­hygli á loft­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna, brást eins við nú og hún gerði síðast. Hún breytti upp­lýsingum um sjálfa sig á Twitter og skrifaði þar, að hún væri ung­lingur, sem væri nú að vinna í reiði­stjórnunar­vanda­málum sínum. Nú væri hún að horfa á mynd með vini sínum, að slaka á.

Fréttablaðið/Skjáskot