Torg ehf. tapaði 212 milljónum króna árið 2019 og EBITDA-af­koma fé­lagsins var nei­kvæð um 59 milljónir króna. Af­skriftir námu 138 milljónum króna. Kostnaður vegna sam­einingar fyrir­tækja var allur færður til gjalda á árinu og hafði nei­kvæð á­hrif á af­komu fé­lagsins.

Rekstrar­tekjur Torgs í fyrra námu 2,3 milljörðum króna og höfðu dregist saman um 10 prósent frá árinu áður. Meðal miðla í eigu Torgs á síðast­liðnu rekstrar­ári eru Frétta­blaðið, sjón­varps­stöðin Hring­braut , fretta­bladid.is og hring­braut. is.

Í vor bættust svo við DV, dv.is, eyjan.is, pressan.is, 433.is og fleiri vef­miðlar. Á liðnu rekstrar­ári keypti fé­lagið eigin prent­vél sem annast prentun Frétta­blaðsins og DV. Hjá Torgi starfa um 100 manns.