Fjórir eldri borgarar hér á landi hafa tapað yfir 60 milljónum króna í svika­myllum á netinu og nemur hæsta fjár­hæðin 90 milljónum króna. Einn af þessum fjórum tapaði fjár­hæðinni á innan við tveimur mánuðum.

Þetta kemur fram í frétta­skýringu Morgun­blaðsins í dag um tíðni net­glæpa sem eldri borgarar verða fyrir hér á landi. Glæpum af þessu tagi hefur fjölgað veru­lega á undan­förnum árum.

Rætt er við G. Jökul Gísla­son, rann­sóknar­lög­reglu­mann hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, sem segir svik af þessu tagi byrji oft með aug­lýsingum á sam­fé­lags­miðlum, Face­book til dæmis, og lykillinn sé að á­vinna sér traust við­komandi.

„Síðan skrá þeir fólk út af Face­book og inn á aðrar mjög sann­færandi síður, eins og þetta sé fjár­festingar­fyrir­tæki,“ segir Jökull og bætir við að þá byrji ballið fyrir al­vöru. Sam­skiptin færist af netinu og yfir í síma og við­komandi vinni sér inn traust við­komandi til dæmis með því að deila sömu á­huga­málum; ferða­lögum, gælu­dýrum og barna­börnum svo dæmi séu tekin.

„Á sama tíma ertu kannski með að­gang að heima­síðu sem lítur út eins og heima­banki og þar ertu alltaf að græða, og það getur orðið hálf­gerð fíkn í sjálfu sér, og svona leiða glæpa­mennirnir þig á­fram,“ segir Jökull í Morgun­blaðinu.

Mál af þessu tagi eru erfið og segir Jökull að í innan við 1% til­fella á heims­vísu sé hægt að endur­heimta fjár­munina.