Lög­reglan á Vest­fjörðum brást við fimm til­kynningum um að ekið hafi verið á búfé en að því er kemur fram í færslu lög­reglunnar á Face­book hefur verið tals­vert um slíkt á þjóð­vegum landsins.

Öku­menn eru beðnir um að hafa þá hætti sem skapast af ám við sumar­beit í huga auk þess sem mikið tjón getur orðið við það að keyra á búfé. „Sömu­leiðis eru eig­endur þessa fjár hvattir til að reyna eftir fremsta megni að halda því frá vegi,“ segir lög­regla enn fremur.

Rannsaka vinnuslys

Þá rann­sakar lög­regla á­samt Vinnu­eftir­litinu vinnu­slys um borð í bát í Bíldu­dals­höfn á föstu­daginn var en maður hafði þá fengið kaðal í síðuna og féll við höggið. Hann var í kjöl­farið fluttur til Reykja­víkur með sjúkra­flugi.

Hraðaakstur, hvalreki og eftirlit

Meðal annarra verk­efna lög­reglunnar á Vest­fjörðum í síðustu viku voru hval­reki í vestan­verðum Kolla­firði, menn að skjóta fugla á Ós­hlíð, og eftir­lit á veitinga- og skemmti­stöðum. Einnig hafði lög­regla af­skipti af fólki vegna sam­kvæmis­há­vaða á Ísa­firði en lög­regla beinir því að fólki að sýna ná­grönnum sínum virðingu.

Alls voru sex­tán öku­menn kærðir fyrir of hraðan akstur í um­dæmi lög­reglunnar en sá sem ók hraðast mældist á 159 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði er 90 kíló­metrar. Flestir voru stöðvaðir í Stranda­byggð en einnig nokkrir á Pat­reks­firði og í Ísa­fjarðar­bæ. Þá var einn stöðvaður fyrir akstur án öku­réttinda og annar á­víttur fyrir að spóla á tjald­svæði.