Gróður­eldar kviknuðu í Hafnar­firði í kvöld. Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu reynir nú að slökkva eldana sem eru tölu­verðir, að sögn varð­stjóra.

Út­kall um eldana barst rétt yfir hálf sjö í kvöld. Gróðureldarnir eru nokkuð miklir en varð­stjóri slökkvi­liðsins segir engan vafa á því að slökkvi­liðs­menn nái að slökkva þá. Hann segir verkið þó ör­lítið snúið því það sé erfitt að koma vatni á staðinn.

Hann telur nánast öruggt að full­yrða að eldarnir geti ekki borist í nærliggjandi hús á svæðinu. Ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.