Mikið magn olíu barst í gegnum fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins inn á hreinsistöðina í Klettagörðum. Veitur tilkynntu heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um olíumengunina síðastliðinn fimmtudag.

Erfitt er að rekja uppruna mengunarinnar þar sem hreinsistöðin tekur við fráveituvatni frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins en vitað er að það kom frá notanda í kerfinu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að um talsvert magn sé að ræða og megna lykt hafi lagt um stöðina.

Nauðsynlegt er að fólk tilkynni um óhapp með olíu og önnur spilliefni.
Mynd: Veitur

Heilbrigðiseftirlitið hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja að búnaðurinn virki sem skildi og skoða geymslu á úrgangsolíu, stöðu í úrgangsolíutönkum og niðurföll í geymsluaðstöðu fyrir olíu og spilliefni.

Nauðsynlegt er að bregðast fljótt við verði óhapp og olía eða önnur mengandi efni berist í fráveitu og tilkynna það til heilbrigðiseftirlitsins.

Myndin sýnir talsverða olíumengum á hreinsistöðinni í Klettagörðum.
Mynd: Veitur