Svo virðist sem nýtt heimsmet hafi verið slegið í vikunni þegar 37 ára gömul kona frá Suður-Afríku fæddi tíu börn á sjúkrahúsi í Pretoriu. Samkvæmt suður-afrískum fréttamiðlumfæddi Gosiame Thamara Sithole sjö drengi og þrjár stúlkur eftir 29 vikna meðgöngu.

Ef þetta fæst staðfest af heilbrigðisyfirvöldum hefur hún sett nýtt heimsmet. Heimsmetið var sett fyrir mánuði þegar Halima Cisse frá Malí fæddi níu börn.

Samkvæmt miðlum þar syðra tjáðu læknar Sithole að hún væri með sexbura. Sú tala var svo hækkuð upp í átta við seinni skoðun. Lokatalan var tíu. Fyrir á hún sex ára gamla tvíbura.

Hún vildi ekki tala við fjölmiðla sökum þreytu en sagði meðgönguna hafa verið erfiða, hún var orðið mjög veik og fundið fyrir brjóstverkjum. Óttaðist hún mjög að börnin myndu ekki lifa af. Börnin fæddust öll lifandi en verður haldið í hitakössum næstu vikur áður en þau mega fara heim.