Bandarískur skurðlæknir og kærastan hans liggja undir grun um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna með því að byrla þeim ólyfjan.

Þau Grant William Robincheaux og Cerissa Laura Riley voru nýverið ákærð fyrir að hafa ráðist á ráðist á tvær konur sem þau hittu á bar og veitingastað árið 2016. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að á farsímum parsins hafi fundist þúsundir myndskeiða sem tengjast meintum brotum parsins gegn fjölda kvenna. Á myndskeiðunum virðast konurnar vera svo ölvaðar, eða hafa verið byrlað ólyfjan, að þær hefðu ekki með nokkru móti geta veitt samþykki né mótmælt athæfum parsins.  

Unnið er nú að því að bera kennsl á þær konur sem sjást á myndskeiðunum. Tony Rackauckas, saksóknari í Orange-sýslu, sagði fólkið nýta sér „snyrtilegt útlit“ til þess að vekja falska öryggiskennd hjá fórnarlömbum sínum. 

„Við teljum sakborningana hafa nýtt sér persónutöfra og aðlaðandi útlit til þess að draga úr hömlum mögulegra fórnarlamba.“

Talið er að parið hafi markvisst leitað uppi konur á börum og veitingastöðum, byrlað þeim ólyfjan eða neytt þær til að drekka mikið magn áfengis í þeim tilgangi að fara með þær í íbúð Robicheaux til að brjóta á þeim.

Líkt og fyrr segir hafa tvær konur ákært parið fyrir nauðgun. Sú fyrra hitti þau á veitingastað og var í kjölfarið boðið með þeim í teiti um borð í snekkju. Þar segir hún parið hafa byrlað fyrir sér ólyfjan og farið með sig í íbúð læknisins og beitt hana kynferðisofbeldi. Hún tilkynnti brotið daginn eftir og fannst mikið magn lyfja í blóði hennar.

Hin konan kveðst hafa vaknað í íbúð Robicheaux eftir að hafa verið úti að skemmta sér. 

Robicheaux er bæklunarskurðlæknir og kom fram í raunveruleikaþætti sem fjallaði um Netstefnumótamenningu bandarískra karla. Bæði eru þau ákærð fyrir nauðgun, sem og fyrir brot á fíkniefnalöggjöf. Í fórum þeirra fannst meðal annars smjörsýra, sveppir, alsæla og kókaín. Þá er læknirinn einnig ákærður fyrir að hafaá heimili sínu fjölda óskráðra vopna.