Garða­bæjar­listinn hefur farið fram á endur­talningu í sveitar­stjórnar­kosningum í Garða­bæ og hefur kjörs­tjörn fallist á beiðnina. Endur­talning mun fara fram á mið­viku­daginn klukkan 16:00.

Þor­björg Þor­valds­dóttir, odd­viti Garða­bæjar­listans, stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segir á­stæðuna vera hve fáum at­kvæðum munaði á að listinn næði þriðja manni inn í bæjar­stjórn á kostnað sjöunda manns Sjálf­stæðis­flokksins.

„Við óskuðum eftir endir­talningu. Ekki vegna ein­hvers van­trausts heldur bara vegna þess að það var svo tæpt,“ segir Þor­björg. Tólf at­kvæðum munaði á að Garða­bæjar­listinn næði inn þriðja manni.

„Við höfum engar grun­semdir um að neitt vafa­samt hafi átt sér stað, heldur snýst þetta bara um þennan litla mun og við verðum rórri fyrir vikið.“