Ráðamenn Talíbana í Afganistan tilkynntu í dag að öllum afgönskum konum yrði skylt að hylja sig frá toppi til táar. Þetta er mikil afturför og staðfestir það sem aðgerðarsinnar innan Afganistan óttuðust, að réttindi kvenna myndu minnka undir stjórn Talíbana. Fréttastofan AP greinir frá þessu.
Þetta er nýjasta tilskipun stjórnar Talíbana í Afganistan, búist við er að frekari tilskipanir, sem mættu jafnvel líka flokkast sem kúgun, eigi eftir að vera tilkynntar. Í apríl tilkynntu Talíbanar að konum yrði bannað að ferðast einar, en eftir mikla andstöðu og háværar kvartanir yfir því hefur því verið mætt með þöggun.
Tilskipunin krefst þess að konur sýni einungis augun og mælir með því að þær klæðist búrku frá toppi til táar. Þetta svipar til takmarkana sem konur þurftu að lifa við á valdatíma Talíbana á árunum 1996 til 2001.
„Við viljum að systur okkar lifi með reisn og öryggi,“ sagði Khalid Hanafi, einn ráðherra Talíbana. Annar embættismaður sagði: „Fyrir allar virðulegar afganskar konur er nauðsynlegt að klæðast hettuslæðu og besta hettuslæðan er það sem er frá hoppi til táar. Það er hluti af okkar hefð og er virðingarvert
Tilskipunin mælti einnig með að konur héldu sig heima ef þær hefðu enga mikilvæga vinnu úti í samfélaginu.
Rannsóknarmaður mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna, Heather Barr, hvatti alþjóðasamfélagið til að setja samræmdan þrýsting á Talíbana. „Það er löngu kominn tími á alvarleg og stefnumótandi viðbrögð við vaxandi árás Talíbana á kvenréttindi,“ sagði Barr.
Far past time for a serious and strategic response to the Taliban’s escalating assault on women’s rights. It’s time for the feminist foreign policy countries—@CanadaUN @franceonu @GermanyUN @MexOnu @NorwayUN @SwedenUN to come together, plan, and act. https://t.co/VeboS2usgE https://t.co/m5949OFbju
— Heather Barr (@heatherbarr1) May 7, 2022