Mikið er nú rætt um stöðu mála í Afgan­istan í kjöl­far þess að Tali­banar lögðu undir sig landið eftir tuttugu ára her­setu vestur­landa. Lára Jónas­dóttir hefur tvisvar dvalið í Afgan­istan en hún starfaði þar á vegum Lækna án landa­mæra (MSF) í níu mánuði árið 2013 og svo aftur í sex mánuði árið 2015.

Lára segist þekkja fjöl­marga sem búa í Afgan­istan og Kabúl en hefur þó ekki verið í miklu sam­bandi við það fólk nú.

„Ég hef ekki verið mikið í beinu sam­bandi við það því mér hefur bara þótt erfitt að vera í sam­bandi við fólk sem ég get ekki að­stoðað. Ég veit að ég hef ekkert að bjóða því. Ég var þarna á vegum Lækna án landa­mæra. Við erum stór hópur og mikið af fólkinu sem hefur verið að vinna þarna við tölum saman um okkar tíma,“ segir Lára.

Hún segist hafa fengið tölu­vert annað sjónar­horn á Afgan­istan heldur en fólk sem hefur starfað þar á vegum At­lants­hafs­banda­lagsins eða Sam­einuðu þjóðanna enda fái starfs­fólk mann­úðar­sam­taka ekki sömu pólitísku vernd og starfs­menn al­þjóða­stofnana.

„Við búum eigin­lega bara úti í hverfunum og vinnum hlið við hlið með heil­brigðis­starfs­fólki. Við erum ekki að keyra um á bryn­vörðum bílum, við notum ekki her­menn eða öryggis­gæslu og starfs­fólk okkar myndi aldrei fá svona al­þjóð­lega vernd eins og kannski starfs­menn sendi­ráða og slíkt. Læknar án landa­mæra eru rosa­lega stór sam­tök en eru frjáls fé­laga­sam­tök.“

„Það voru kannski ekkert allir að tala um Tali­banana enda­laust en þetta er bara ein­hver svona sann­leikur sem býr í sam­fé­laginu.“
Mynd/Aðsend

Vantar heilu kyn­slóðirnar af menntuðum konum

Lára starfaði sem rekstrar­stjóri hjá sam­tökunum og sá meðal annars um at­vinnu­við­töl og launa­mál starfs­fólks.

„Ég var að vinna á sjúkra­húsi og þá erum við auð­vitað með fæðingar­deild og okkur vantaði svo sár­lega kven­kyns kven­sjúk­dóma­lækna og það er bara vegna af­leiðinga Tali­bana þegar konur máttu ekki sækja sér menntun. Það er enn þann dag í dag þannig, það bara vantar heilu kyn­slóðirnar af menntuðum konum,“ segir Lára.

Hún segir þennan að­skilnað kynjanna vera eina skýrustu arf­leifð valda­tíð Tali­bana en þeir réðu síðast ríkjum í Afgan­istan á árunum 1996-2001.

„Við viljum ráða hæfar konur í störf en það er bara of­boðs­lega erfitt. Maður fann beint fyrir þessu, það voru kannski ekkert allir að tala um Tali­banana enda­laust en þetta er bara ein­hver svona sann­leikur sem býr í sam­fé­laginu. Alveg eins og á Ís­landi, það vita allir að hér varð fjár­hags­legt hrun og þetta bara er í okkur alla daga og hefur á­hrif á sam­fé­lagið. Við tölum samt ekkert alltaf um það.“

Varðstu sjálf eitt­hvað vör við Tali­bana þarna úti?

„Maður veit alveg að þeir eru alls staðar. En við vorum aldrei að gera neitt sem var í bága við annað en við sögðum. Það var allt uppi á yfir­borðinu og sam­tök eins og Læknar án landa­mæra eru að sjálf­sögðu í sam­bandi við Tali­bana því að það væri engin leið fyrir okkur að vinna í Afgan­istan án þess að þeir leyfðu okkur að gera það. Sér­stak­lega þegar við vorum að fara út í hverfin með svona mobile clinic, þá þurftum við að sjálf­sögðu að fá leyfi frá höfðingjum hverfanna sem hafa þá oft ein­hver tengsl við Tali­bana. En maður talar kannski ekki beint um það. Maður talar bara við fólkið og leið­togana í hverfunum, mullah trúar­leið­togana og slíka. Maður er ekkert endi­lega að spyrja beint út í hvernig var fjöl­skyldan þín undir Tali­bönum. Þetta er bara raun­veru­leikinn sem er þarna.“

Lára vann fyrir Lækna án landamæra í Afganistan árin 2013 og 2015.
Mynd/Aðsend

Tali­banar ekki á móti nú­tíma heil­brigðis­kerfi

Lára lýsir Afgan­istan sem landi með ríka sögu og segir Af­gana vera mjög stolta af sinni og sögu og menningu. Þá segir hún að Afgan­istan sé gjarnan lýst sem „landið þar sem stór­veldi fara til að deyja.“ Hún segir það hafa komið sér mikið á ó­vart hversu hratt Tali­banar náðu aftur völdum í landinu þó ef­laust hafi það verið við­búið.

„Það kemur auð­vitað okkur öllum á ó­vart hversu hratt Tali­banarnir tóku yfir núna en ég held samt að það séu ekkert allir rosa­lega hissa að þetta hafi gerst. Traustið gagn­vart yfir­völdum var bara ekkert, því þau voru ekki búin að sýna fram á að þau væru traustsins verðir. Fólk varð bara að treysta á sína fjöl­skyldu, sitt nær­um­hverfi, sinn ætt­bálk. Sam­fé­lags­leg sam­heldni var kannski ekki komin á og það sem þarf að byggja upp er auð­vitað sam­fé­lag sem er mið­stýrt, stýrt af Af­gönum sjálfum, ekki ein­hverjum utan­að­komandi. Við byggjum ekki upp Nor­rænt sam­fé­lag í Afgan­istan við þurfum að byggja upp af­ganskt rétt­lætis­sam­fé­lag.“

Hvaða þýðingu heldur þú að yfir­taka Tali­bana muni hafa fyrir af­ganskt sam­fé­lag og þá sér­stak­lega heil­brigðis­kerfið þar í landi?

„Það er í raun og veru svo­lítið erfitt að segja til að um það í dag því nýjustu fréttir eru búnar að sýna að Tali­banar ætla mögu­lega að sýna ein­hverja sam­vinnu við þá sem eru við stjórn­völd. Þeir eru t.d. að veita við­töl við kven­kyns frétta­menn og slíkt þannig mögu­lega ætla þeir að hafa ein­hverja aðra að­komu. Ég held það sé bara best að vera ör­lítið bjart­sýnn á að þeir ætli að leyfa konum að hafa ein­hvers konar sjálf­stæði. En varðandi heil­brigðis­þjónustu þá er það ein­mitt á sama hátt að það þarf að­eins að koma í ljós hvernig þeir munu taka yfir sam­fé­lagið. Því þeir eru þannig séð ekkert á móti nú­tíma heil­brigðis­kerfi, þeir nýta það sjálfir og eru með lækna. Það þarf bara að sjá hvernig þeir koma að samninga­borðinu. En Læknar án landa­mæra halda á­fram að starfa í þeim fimm verk­efnum sem við erum með og okkar starfs­fólk sem er búið að vinna í tugi ára hjá MSF heldur þeim verk­efnum bara gangandi. Ég held að fyrir heil­brigðis­þjónustu þá er mikil­vægast að hafa í huga að konur hafi að­gang að heil­brigðis­þjónustu og fæðingar­deildum og slíku.“

„Að sjálf­sögðu höfum við öll alveg gífur­legar á­hyggjur og þá sér­stak­lega af konum sem hafa staðið í fram­línu fyrir jafn­rétti kynjanna í Afgan­istan.“
Mynd/Aðsend

Mikil hræðsla í sam­fé­laginu

Al­þjóða­sam­fé­lagið hefur lýst yfir miklum á­hyggjum vegna stöðu kvenna í Afgan­istan en þegar Tali­banar réðu síðast ríkjum í landinu voru réttindi kvenna mjög skert og máttu þær til að mynda hvorki ganga í skóla né vinna, nema að tak­mörkuðu leyti. Tals­menn Tali­bana gáfu í gær út yfir­lýsingar þess efnis að af­ganskar konur muni njóta réttinda „innan reglu­verks íslamskra laga.“ Lára segir mögu­leika á því að um sýndar­mennsku sé að ræða og tíminn verði að leiða í ljós hvaða réttindi konur muni njóta í Afgan­istan.

„Að sjálf­sögðu höfum við öll alveg gífur­legar á­hyggjur og þá sér­stak­lega af konum sem hafa staðið í fram­línu fyrir jafn­rétti kynjanna í Afgan­istan. Þær sem hafa verið leið­togar á því sviði, það eru þær sem við höfum mestar á­hyggjur af. Tali­banar eru ekki þekktir fyrir að vera neinir sér­stakir jafn­réttis­sinnar. Það eru mis­vísandi fréttir að koma frá Afgan­istan, þeir segja að stefnan sé skýr, að konur eigi að geta haldið á­fram að fara í skóla en á sama tíma er verið að vísa kven­kyns nem­endum frá sumum há­skólum. Al­mennt séð er bara of­boðs­lega mikil hræðsla í sam­fé­laginu fyrir því sem koma skal. Ég held við þurfum bara að bíða í nokkrar vikur og sjá hver verður raunin. Á sama tíma þarf al­þjóða­sam­fé­lagið að sýna mjög skýrt að þau munu ekki sam­þykkja það að Tali­banar taki við stjórn án þess að hafa á­kveðin jafn­réttis­sjónar­mið. Því í raun og veru getur al­þjóða­sam­fé­lagið ekki gagn­rýnt það að Tali­banar taki við stjórninni, það er bara borgara­stríð og þannig ganga kaupin á eyrinni.“

Hún segir að Ís­land sé í lykil­stöðu til að þrýsta á Afgan­istan að virða jafn­réttis­reglur en Ís­land hefur tekið þátt í upp­byggingu landsins á­samt al­þjóða­sam­fé­laginu undan­farna tvo ára­tugi. Hún segist hafa mestar á­hyggjur af þeim af­gönsku konum sem eru búnar að mennta sig til að taka þátt í at­vinnu­lífinu.

„Al­mennar konur í Afgan­istan, hún Amal sem er hjúkrunar­fræðingur til dæmis, þessar konur þær hræðast ó­vissuna sem er núna. Fá þær að halda á­fram að vinna vinnuna sína eða halda á­fram að ganga í skóla?“

Það er ekkert betra en að sitja og spjalla við Af­gana yfir tei og svo jafn­vel byrja að syngja og mála smá henna á hendurnar.

Gífur­lega fal­legt land

Lára í­trekar að þrátt fyrir pólitískan ó­stöðug­leika sé Afgan­istan mjög fal­legt land sem er ríkt af sögu og menningu.

„Það eru bara allir sem hafa farið til Afgan­istan sam­mála um það að þetta er gífur­lega fal­legt land. Ef það væri ekki fyrir á­standið þarna þá væri þetta örugg­lega mjög vin­sæll á­fanga­staður í fjalla­klifur og fjalla­ferðir. Fólkið þarna er alveg ein­stak­lega ljóð­rænt, bók­mennta­sinnað og menningar­sinnað. Það er ein­hvers konar rík menning sem býr þar og það er svo auð­velt að tengjast þessu landi.“

Þá segir Lára af­gönsku þjóðina alltaf hafa haldið fast í sína menningu þrátt fyrir af­skipti Vest­rænna ríkja undan­farna ára­tugi og það megi jafn­vel að hluta til út­skýra hversu brösug­lega hefur tekist að koma á lýð­ræðis­lega kjörinni ríkis­stjórn í landinu.

„Undir niðri þá heldur fólk svo sterkt í sína menningu og sínar hefðir. Þess vegna kannski hefur þetta ekki gengið af því það er verið að setja vest­ræna menningu yfir á sam­fé­lag sem er ekki byggt á vest­rænni menningu heldur á sinni eigin, miklu ríkari menningu. Þess vegna þarf upp­bygging landsins að vera mið­stýrð af Af­gönum en ekki frá utan­að­komandi aðilum.“

Gætir þú hugsað þér að fara aftur til Afgan­istan seinna?

„Ég myndi kannski ekki fara í dag enda kemst þangað enginn núna. En þegar ég var beðin um að fara aftur 2015 þá tók mig ekki langan tíma að segja já. Og ég myndi örugg­lega alveg treysta mér til þess að fara þegar það er kominn á ein­hver stöðug­leiki, hvort sem það er undir Tali­bönum eða ekki. Því það skiptir bara máli að það sé stöðug­leiki í landinu, hver sem er við völd. Tali­banar geta jafn­vel alveg haldið stöðug­leika betur í landinu heldur en Ashraf Ghani.“

Lára tekur þó fram að Vest­rænum konum hafi verið í sér­stakri hættu í landinu og þá sér­stak­lega í höfuð­borginni Kabúl.

„Það er al­þekkt að vest­rænum konum hefur verið rænt í Kabúl undan­farin þrjú ár. Það kannski nær ekki alltaf fréttum því það er farið þannig með málin. Þegar ég var þarna síðast þá var Sviss­neskri konu rænt sem var að vinna fyrir sviss­nesk fé­laga­sam­tök og svo var hún látin laus. En það bara mikil­vægt að það séu opin sam­skipti við alla aðila, þá er um­hverfið tryggt og þá myndi ég alveg hundrað prósent fara því þetta land er frá­bært. Það er ekkert betra en að sitja og spjalla við Af­gana yfir tei og svo jafn­vel byrja að syngja og mála smá henna á hendurnar,“ segir Lára að lokum.