Tali­banar hafa úti­lokað stúlkur frá af­gönskum gagn­fræða­skólum og leyfa nú einungis strákum og karl­kyns kennurum inn í skóla­stofur. Breska ríkis­út­varpið BBC ræddi við af­ganskar stúlkur sem segjast vera í á­falli vegna fréttanna og lýsa fram­tíðinni sem svartri.

Ein sex­tán ára stúlka frá Kabúl lýsti þessu sem sorg­legum degi:

„Ég vildi verða læknir! Og sá draumur hefur nú horfið. Ég held að þeir muni ekki leyfa okkur að fara aftur í skólann. Jafn­vel þótt þeir muni opna mennta­skólana aftur, þeir vilja ekki að konur mennti sig.“

Opin­berir aðilar í stjórn Tali­bana höfðu áður haldið því fram að konum og stúlkum yrði leyft að stunda nám og vinna innan marka íslamskra sjaríalaga.

Margir óttast þó að valda­taka íslamska öfga­hópsins muni marka endur­hvarf til fyrri stjórnar­hátta þeirra á tíunda ára­tug síðustu aldar þegar réttindi kvenna voru mjög skert og þeim hvorki leyft að mennta sig né vinna.

Konum skipað að vera heima

Frá því Tali­banar náðu aftur völdum í Afgan­istan fyrir rúmum mánuði síðan hefur af­gönskum konum á vinnu­markaði verið fyrir­skipað að halda sig heima þar til á­standið í landinu batnar og víga­menn Tali­bana hafa ráðist á konur sem mót­mælt hafa að­gerðum stjórnarinnar.

Svo virðist sem Tali­banar hafi lagt niður ráðu­neyti kven­réttinda á föstu­dag og sett í stað þess deild sem ætlað er að fram­fylgja ströngum ís­lömskum kenni­setningum.

Áður en skólar í Afgan­istan opnuðu á laugar­dag var gefin út yfir­lýsing þar sem sagði „Allir karl­kyns kennarar og nem­endur skulu mæta til sinna mennta­stofnana.“

Gagn­fræða­skólar í Afgan­istan eru fyrir börn á aldrinum 13 til 18 ára og flestir eru kynja­skiptir.

Kennari leiðbeinir nemendum sínum í stúlknaskóla í Herat.
Fréttablaðið/Getty

„Er þetta til­gangur þess að vera kona?“

Bæði for­eldrar og nem­endur lýstu yfir miklum á­hyggjum vegna stöðu mála og ein af­gönsk stúlka sem stefnir á lög­fræði­nám sagði:

„Ég hef mjög miklar á­hyggjur af fram­tíð minni. Allt virðist mjög myrkt. Á hverjum degi vakna ég og spyr sjálfa mig, af hverju er ég á lífi? Ætti ég að vera heima og bíða eftir því að ein­hver banki upp á og biðji mig um að giftast sér? Er þetta til­gangur þess að vera kona?“

Faðir hennar lýsti þessu svo:

„Móðir mín var ólæs og faðir minn kúgaði hana stöðugt og kallaði hana fá­vita. Ég vildi ekki að dóttur mín yrði eins og mamma mín.“

Mikið bak­slag

Fyrr í vikunni til­kynntu Tali­banar að konum yrði leyft að stunda nám við há­skóla en myndu ekki fá að nema við hlið karl­manna og þyrftu að gangast undir nýjar reglur um klæða­burð.

Ýmsir telja að þessar nýju reglur muni úti­loka konur frá mörgum há­skólum því þeir muni ekki hafa úr­ræði til að bjóða upp á að­skilda kennslu. Þá mun það að meina stúlkum að­gang að gagn­fræða­skólum leiða til þess að þær geti ekki stundað fram­halds­nám.

Frá því að Tali­banar voru flæmdir frá völdum í Afgan­istan árið 2001 hefur mikill árangur náðst í að bæta menntun og læsi í landinu, sér­stak­lega hjá konum og stúlkum. Fjöldi kvenna í grunn­skólum hefur aukist frá næstum 0 upp í 2,5 milljónir, á meðan læsi kvenna hefur nærri tvö­faldast á einum ára­tugi upp í 30 prósent.

„Þetta er mikið bak­slag fyrir menntun af­ganskra kvenna og stúlkna. Þetta minnir alla á það sem Tali­banar gerðu á tíunda ára­tugnum. Við sátum uppi með heila kyn­slóð af ó­læsum og ó­menntuðum konum,“ segir Nor­or­ya Niz­hat, fyrrum tals­maður af­ganska mennta­mála­ráðu­neytisins.