Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra og Krist­rún Frosta­dóttir, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík Suður tókust á í Pólitík með Páli á Hring­braut í gær­kvöldi. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni neðst í fréttinni.

Báðar hafa þær oft verið nefndar helstu vonar­stjörnur flokka sinna. Þar spurði Páll Magnús­son, þátta­stjórnandi, Krist­rúnu meðal annars að því hvort henni finndist skyn­sam­legt að Sam­fylkingin úti­loki að starfa með Sjálf­stæðis­flokki í ríkis­stjórn.

„Ég er bara sátt við þetta. Mér finnst þetta sýna mjög skýra af­stöðu og ég held að fólk kalli eftir því að stjórn­mála­flokkar sýni af­stöðu,“ segir Krist­rún. Flokkurinn hafi tekið með­vitaða á­kvörðun um að hann vilji hrinda af stað breytingum í skatta­málum, heil­brigðis­málum og loft­lags­málum og vilji gera meira en troða mar­vaðann, sem Krist­rún segir nú­verandi ríkis­stjórn gera.

Þór­dís Kol­brún segir að­spurð af Páli að hún geri ekki at­huga­semd við af­stöðu Sam­fylkingarinnar út frá stöðu Sjálf­stæðis­flokksins, sem stærsta flokksins. „Þessi ríkis­stjórn hefur náð mjög miklum árangri í mjög mörgum málum. Vissu­lega eru mál sem er erfiðara að ná niður­stöðu um í þessu stjórnar­sam­starfi en ef það væri eitt­hvað allt annað stjórnar­sam­starf, en við höfum farið í mjög miklar breytingar, stór­kost­legar fjár­festingar í ný­sköpun sem er að gera Ís­land sterkara,“ segir Þór­dís. Hún segir sátt hafa verið um það, og þá hafi mikil á­hersla verið lögð á loft­lags­mál og farið í að­gerðir sem aðrar ríkis­stjórnir hafa ekki gert.

„Talandi um flokka sem hafa minnkað“

Krist­rún sagði stjórn mála­miðlanna, líkt og nú­verandi ríkis­stjórn, þýða að gengið yrði gegn ósk meiri­hluta þjóðarinnar. Hún sagðist telja vel hægt að mynda ríkis­stjórn án Sjálf­stæðis­flokksins. Í stóru þungum málum væri sam­staða meðal flokka á vinstri ásnum. „Auð­vitað er eðlis­munur víða en í stóru þungu mála­flokkunum eru margir sam­eigin­legir fletir, alveg eins og það eru skiptar skoðanir innan Sjálf­stæðis­flokksins, sem er meðal annars á­stæðan fyrir því að hann hefur minnkað í gegnum tíðina.“

Þá greip Þór­dís Kol­brún orðið. „Talandi um flokka sem hafa minnkað. Hér talar fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar eins og Sam­fylkingin sé þunga­miðju­flokkur í ís­lenskri pólitík og sé ein­mitt mót­vægi við Sjálf­stæðis­flokkinn sem ein­hver breið­fylking hægri krata og fólks á miðjunni. Stað­reyndin er náttúru­lega ekki sú,“ sagði Þór­dís.

Sam­kvæmt nýjustu könnun Maskínu mælist Sam­fylkingin með 12,3 prósent fylgi, rétt á eftir 12,5 prósentum Vinstri grænna, sem eru næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálf­stæði­sflokki Þór­dísar sem mældist með 23,9 prósent.

„Sam­fylkingin er ekki þessi stóri flokkur eða þunga­miðja í ís­lenskri pólitík. Mér finnst al­mennt fara betur á því að tala við kjós­endur, þeirra er valið, upp úr því kemur ein­hver niður­staða og svo er það okkar sem bjóðum okkur fram til að vera hérna til þjónustu við fólk sem býr í þessu landi að finna út úr því hvernig það er best gert og það verður ekki gert án mála­miðlanna.“

Tókust á um skatta­til­lögur Sam­fylkingar

Þá ræddi Páll um skatta­stefnur flokkanna við þær stöllur og fór mikill tími í að ræða til­lögur Sam­fylkingar um stór­eigna­skatt. Þór­dís segir aðal­at­riði vegna lof­orða Sam­fylkingar í þeim mála­flokki vera sú að verkin tali og sporin hræði. Enn sé verið að vinda ofan af skatta­hækkunum vinstri­stjórnar Jóhönnu Sigurðar­dóttur.

„Ég hef heyrt hérna því haldið fram að fyrir­myndar­ríki í skatta­málum eins og Sviss sé með stór­eigna­skatt og Norð­menn líka,“ segir Þór­dís. Horfa þurfi á heildar­sam­hengi skatt­kerfisins, Norð­menn séu til dæmis ekki með erfða­fjár­skatt og Sviss ekki með fjár­magns­tekju­skatt.

„Hér erum við með fjár­magns­tekju­skatt, við erum með erfða­fjár­skatt, við í dag skatt­leggjum laun, við skatt­leggjum hagnað, við skatt­leggjum neyslu og hér á að bæta við sér­stökum eigna­skatti,“ segir Þór­dís. Margt sé ó­ljóst við þær til­lögur og Sjálf­stæðis­flokkurinn ekki flokkur skatta­hækkana.

Þá svaraði Krist­rún því að sér finndist gott að taka þessa um­ræðu. „Vegna þess að ég get til dæmis ekki séð neins­staðar í stefnu Sjálf­stæðis­flokksins neinar tölur,“ segir Krist­rún.

„Það er bara talað al­mennt í kosninga­stefnunni, það er ekki talað um hvað hlutirnir munu kosta. Þau eru alltaf eini flokkurinn sem ná að skella fram ein­hverjum hug­myndum og það þarf aldrei að verð­meta neitt því þau ætla alltaf að auka fram­leiðni og hag­ræða rekstri,“ segir Krist­rún.
Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi verið með fjár­mála­ráðu­neytið í 27 af síðustu 30 árum og ætti líka að þurfa að svara fyrir það hvernig flokkurinn ætli að ná fram sínum breytingum. Sam­fylkingin ætli sér að lækka skatta á barna­fólk.

Þá segir Krist­rún mikla fram­þróun hafa orðið í rann­sóknum á skatta­málum. Nauð­syn­legt sé að sækja fjár­magn til að standa straum af rekstrar­út­gjöldum. Virkni hópa líkt og barna­fólks geti aukist með við­komandi skatt­lagningu. „Þetta er sann­gjörn skatt­lagning, það er ekkert ó­eðli­legt við þetta og það sem mér finnst á­huga­verðast í þessari kosninga­bar­áttu er hvað þetta hefur vakið mikla at­hygli að sækja fjár­magn í þennan litla hóp til að styrkja miðjuna.“

Þór­dís svaraði því þá að undan­farin ár hafi verið nýtt til að bæta stöðu þeirra hópa sem Krist­rún nefndi líkt og barna­fólk og ör­yrkja. „Kaup­máttur allra hefur aukist ár frá ári og við höfum ekki verið að fara í ein­hverjar stór­kost­legar skatta­hækkanir og fim­leika­æfingar, heldur höfum við verið að gera skatt­kerfið skil­virkara, við höfum veirð að lækka tekju­skatt, sér­stak­lega þeirra sem eru með lægri tekjur, og staða allra hópa hefur verið að batna.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan: