Yfir­völd í Íran þver­taka fyrir að hafa hylmt yfir um­fangi CO­VID-19 kóróna­veirunnar þar í landi. Til­kynning stjórn­valda berst í kjöl­far á­sakana Ahmad Amira­badi Fara­hani, þing­manns borgarinnar Qom í Íran. Hann sagði stjórn­völd fara með rangt mál og að tala látinna í landinu væri fjór­falt hærri en gefið hafi verið upp.

Stjórn­völd greindu frá því í morgun að tólf hefðu látist af völdum veirunnar. Þing­maðurinn segir dánar­töluna hins vegar vera fimm­tíu í borginni Qom einni saman.

Dreifir sér til ná­granna­þjóða

Yfir­völd lofa al­geru gagn­sæi og hvetja fólk til að sýna stilli sína. „Þetta er ekki tíminn fyrir pólitískan á­greining, kóróna­veiran er þjóðar­vandi,“ sagði heil­brigðis­ráð­herra landsins á blaða­manna­fundi.

Tæp­lega 70 manns greinst með veiruna til þessa að sögn stjórn­valda. Ferða­bann er i gildi á þeim svæðum þar sem sjúk­­dómurinn hefur greinst. Þegar hafa komið upp til­felli í ná­granna­ríkjum Íran þar sem sjúk­dómurinn er rakin til Íran þjóðirnar margar hverjar lokað á öll ferða­lög til landsins.