Erlent

Tala látinna í París hækkar eftir gas­sprenginguna

Lík konu fannst í dag í rústunum í byggingum í París sem hrundu í öflugri gassprengingu í gær.

Eyðileggingin var gríðarleg. Fréttablaðið/EPA

Tala látinna vegna gasprengingar sem átti sér stað í miðborg Parísar jókst í dag en björgunarsveitarmenn fundu lík konu í rústum bygginga sem hrundu í gær, að því er fram kemur á BBC. Að minnsta kosti tólf manns eru særðir eftir sprenginguna sem var afar öflug og átti sér stað í bakaríi í borginni. 

Slökkviliðsmenn voru þegar á vettvangi þegar sprengingin átti sér stað vegna gasleka og eins og áður hafði komið fram létust tveir slökkviliðsmenn auk spænsks ferðamanns en sprengingin var það öflug að höggbylgja myndaðist og vöknuðu íbúar í nærliggjandi hverfum við sprenginguna.

Sjá einnig: Tveir slökkviliðsmenn létust í sprengingunni

Sprengingin er til rannsóknar yfirvalda og er litin gífurlega alvarlega augum en talið er líklegast að um slys sé að ræða þó ekkert sé útilokað, að því er fram kemur í tilkynningu yfirvalda.

Í gær tilkynntu yfirvöld að að minnsta kosti einnar manneskju væri saknað en ekki hefur verið staðfest hvort að sú kona sem fannst látin í dag hafi verið umrædd manneskja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Öldungar­deildar­þing­maðurinn Kamala Har­ris til­kynnir for­seta­fram­boð

Erlent

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Erlent

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Auglýsing

Nýjast

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

Auglýsing