Erlent

Tala látinna hækkar á Filippseyjum

Tala látinna hækkar á Filippseyjum á meðan íbúar Hong Kong undirbúa sig fyrir komu óveðursins sem gekk yfir Filippseyjar í nótt og í dag.

Sjávarmál hækkaði töluvert vegna fellibylsins.

Í það minnsta fjórtán hafa látist vegna ofurfellibylsins Mangkhlut sem gengið hefur yfir norðurhluta Filippseyja. Mest er mannfallið á eyjunni Luzon.

Eignartjónið er gífurlegt, sérstaklega í borginni Tuegarao þar sem hver einasta bygging er sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Rigning í kjölfar fellibylsins er sögð hafa orðið valdur af allt að 42 aurskriðum. 

Um það bil fjórar milljónir íbúa eru búsettir á svæðinu sem fellibylurinn gekk yfir. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa fjórtán fundist látnir, þar af tveir björgunarsveitarmenn sem létust við björgunarstörf, er þeir reyndu að bjarga fólki undan aurskriðu. Forstjóri almannavarna Filippseyja hefur sagt að tala látinna muni að öllum líkindum hækka. Yfirvöld hafa beðið íbúa um að halda sig innandyra á meðan óveðrið gengur yfir. 

Björgunarsveitir og hjálparsamtök eru nú á leið til afskekktari svæða þar sem enn er óljóst með skemmdir og mannfall.

Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa verið betur undirbúin fyrir fellibylin en oft áður, en fellibyljir og óveður eru nokkuð algeng á svæðinu. Flugi var aflýst og skólum lokað víða. Þá var herinn í viðbragðsstöðu. 

„Við erum virkilega hrædd,“ er haft eftir  >span class="nwe" index="3">Pasion á vef AFP. Pasion og fjölskylda hennar voru ein af þeim þúsundum íbúa sem flýðu heimili sín vegna stormsins. „Þau sögðu að  stormurinn yrðu svo kraftmikill að við vorum of hrædd til að vera heima. Í síðustu hitabeltisrigningum hefur helmingur hússins skemmst svo ég vildi taka barnabörnin í öruggt skjól.“

Vatn flæðir víða og hefur gífurleg rigning orðið valdur af yfir 40 aurskriðum. Fréttablaðið/EPA

Fellibylurinn stefnir nú óðfluga að Hong Kong og suðurhluta Kína þar sem íbúar reyna eftir besta megni að undirbúa sig fyrir komu stormsins, sem gert er ráð fyrir að skelli á Hong Kong annað kvöld. 

Íbúar í Hong Kong eru nú óðfluga að undirbúa sig fyrir væntanlegt óveður. Hér fjárfestirfólk í límrúllum á tvöfölldu verði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Facebook sagt rúið öllu trausti

Erlent

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Erlent

Nýr ráðherra Brexit-mála skipaður

Auglýsing

Nýjast

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Auglýsing