Hátt í tvö þúsund manns hafa nú látist á Haítí eftir að kraft­mikill skjálfti af stærðinni 7,2 varð þar í landi um helgina en tölur yfir fjölda látinna voru upp­færðar í dag. Tala látinna hækkar um rúm­lega 500 frá því í síðustu upp­færslu.

Björgunar­starf hefur farið fram víða á Haítí vegna skjálftans en margra er enn saknað í rústunum og hefur koma hita­beltis­stormsins Grace, sem gekk á land fyrr í vikunni, ekki bætt úr skák. Vegna mikillar rigningar hefur reynst erfitt að ná til ein­stak­linga á strjál­býlum svæðum.

Að því er kemur fram í frétt BBC eru hátt í tíu þúsund manns slasaðir eftir skjálftans og eiga spítalar í landinu erfitt með að sinna öllum sem þess þurfa. Þá telja Sam­einuðu þjóðirnar að um 500 þúsund börn hafi nú tak­markað að­gengi að skjóli, vatni og mat.

Skjálftinn síðast­liðinn sunnu­dag minnti marga á skjálftann árið 2010 á Haítí þar sem fleiri en 200 þúsund manns létust og inn­viðir urðu fyrir miklu höggi. Undan­farið hefur Co­vid-far­aldurinn sett sitt mark á landið auk krísu í stjórn­málum, þar sem for­seti landsins var myrtur í sumar.