Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, er ekki að skoða sér­stak­lega hvort tak­marka eigi sölu á orku­drykkjum hér á landi. Þetta kemur fram í svari ráðu­neytisins við fyrir­spurn Rósu Bjarkar Brynjólfs­dóttur, þing­manns Vinstri grænna, um tak­mörkum á sölu orku­drykkja. Í fyrir­spurn Rósu er ráð­herra spurður hvort tak­marka eigi sölu orku­drykkja í ljósi þess sem land­læknis­em­bættið mælir með og hvort frekari tak­markanir á sölu og markaðs­setningu orku­drykkja til barna og ung­menna komi til greina.

„Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Mat­væla­stofnun hefur stofnunin óskað eftir því að á­hættu­mats­nefnd meti á­hættu af koffín­neyslu ung­menna og sam­kvæmt upp­lýsingum frá for­manni nefndarinnar vinnur nefndin nú að slíku mati. Í því skyni að meta raun­veru­lega neyslu ung­menna á orku­drykkjum sem inni­halda koffín verður fram­kvæmd neyslu­könnun á meðal ung­menna,” segir í svari ráðu­neytisins. Neyslan verður svo borin saman við þekkt á­hrif koffíns og í fram­haldinu verði vísinda­legt á­hættu­mat fram­kvæmd til þess að meta hvort koffín hafi nei­kvæð á­hrif á heilsu og líðan ís­lenskra ung­menna.

Dag­leg neysla orku­drykkja eykst meðal ung­menna

Á vef land­læknis­em­bættisins kemur fram að mikil aukning hafi verið í neyslu orku­drykkja hjá nem­endum í 8-10. bekk grunn­skóla. Í niður­stöðum kannana hjá Rann­sóknum og greiningu við Há­skólann í Reykja­vík kom í ljós að hlut­fall nem­enda í 8.-10. bekk sem neyttu orku­drykkja dag­lega árið 2018 var 28% en var 16% árið 2016. Dag­leg neysla orku­drykkja eykst með hækkandi aldri og var hlut­fall fram­halds­skóla­nema sem neytti orku­drykkja dag­lega eða oftar árið 2018 55% prósent en árið 2016 var hlut­fallið 22%.

Sam­kvæmt reglum um sölu á orku­drykkjum hér á landi skal merkja orku­drykki sem inni­halda 150 mg/l af koffíni eða meira með orðunum „Inni­heldur mikið af koffíni. Ekki æski­legt fyrir börn eða barns­hafandi konur eða konur með barn á brjósti". Sterkari orku­drykki, sem inni­halda 320 mg/l eða meira af koffíni, má ekki selja hér á landi nema með sér­stöku leyfi Mat­væla­stofnunar en nokkrar slíkar vörur hafa fengið leyfi.

Í frétta­bréfi land­læknis um heil­brigðis­upp­lýsingar frá júní í fyrra, kemur fram að em­bættið telur það vera mikil­vægt að skoða hvernig tak­marka megi enn frekar að­gengi barna og ung­menna að orku­drykkjum hér á landi.