Kóróna­veirufar­aldurinn er nú í upp­sveiflu víða um heim, rúmlega einu og hálfu ári eftir að hennar varð fyrst vart, og hafa yfir­völd í ýmsum löndum þurft að grípa til hertra að­gerða enn á ný. Delta af­brigði veirunnar, sem varð fyrst vart á Ind­landi, virðist valda hvað mestum óróa þar sem það er meira smitandi og bólu­setning virkar ekki jafn vel og á önnur af­brigði.

Í Valencia á Spáni hefur til mynda að smitum fjölgað ört og hefur út­göngu­bann verið sett á í 32 bæjar­fé­lögum til að koma í veg fyrir út­breiðslu veirunnar. Í Kata­lóníu hafa sam­komu­tak­markanir verið hertar þannig að þar er nú í gildi 10 manna sam­komu­bann og á Kanarí hafa tak­markanir verið settar á skemmtana­lífið.

Þá fer smitum fjölgandi á Frakk­landi en Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, til­kynnti í gær að frá og með næsta mánuði þurfi allir að vera með svo­kallaðan „heilsupassa,“ sem segir ýmist til um bólu­setningu eða nei­kvætt próf, til að komast inn á opin­bera staði. Fólk er hvatt til að fara í bólu­setningu og frá septem­ber verður ekki hægt að fá fría CO­VID-sýna­töku.

Ísraelar hafa einnig þurft að herða sínar reglur en frá og með 16. júlí verður far­þegum frá á­kveðnum löndum, til að mynda Ind­landi, Rúss­landi og Brasilíu, meinað um að koma til landsins auk þess sem far­þegar frá á­hættu­svæðum þurfa að fara í sótt­kví. Allir þeir sem eru ekki bólu­settir eða hafa sýkst áður þurfa að fara í tíu daga sótt­kví. Þá verður boðið upp á þriðja skammtinn af bólu­efni Pfizer til að bregðast við Delta-af­brigðinu.

Á Hollandi og í Grikk­landi voru hertar að­gerðir einnig til­kynntar í gær og er mark­mið þeirra helst að koma í veg fyrir smit meðal yngri ein­stak­linga. Víðar er staðan talin al­var­leg, til að mynda í Ástralíu og Fær­eyjum, þar sem smitum fer fjölgandi.

Bretar og Skotar slaka á

Sam­hliða bólu­setningum hafa nokkur lönd þó á­kveðið að fella niður tak­markanir á næstunni. Þeirra á meðal er Bret­land en Boris John­son for­sætis­ráð­herra, stað­festi í gær að frá og með 19. júlí yrði öllum tak­mörkunum af­létt. Enn eru þó tölu­vert margir að greinast og hafa sér­fræðingar gagn­rýnt á­ætlun stjórn­valda þar sem slíkt gæti leitt til enn annarrar bylgju.

Skot­land mun fylgja í fót­spor Breta þann 19. júlí en munu þó halda í á­kveðnar tak­markanir, til að mynda ná­lægðar­mörk og sam­komu­tak­markanir, bæði innan- og utan­dyra. Þá mun grímu­skylda enn vera í gildi í lengri tíma og endur­koma starfs­manna á vinnu­staði verður frestað til 9. ágúst, þegar flestar aðrar tak­markanir verða felldar úr gildi.

Frá upp­hafi far­aldursins hafa rúm­lega 187,4 milljón til­felli smits verið stað­festi í heiminum og rúm­lega fjórar milljónir manna látist. Bólu­setningu vindur mis­hratt á­fram víða en í heildina hafa tæp­lega 3,5 milljarðar skammta af bólu­efni verið gefnir í heiminum.

Flestar þjóðir líta nú á bólu­setningu sem einu leiðina út úr far­aldrinum en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað þjóðir við að aflétta takmörkunum of hratt.