Sam­göngu­ráðu­neyti Banda­ríkjanna hefur lagt fram til­lögu sem tak­markar hvaða dýra­tegundir geti flokkast sem hjálpar­dýr en sam­kvæmt reglum þurfa flug­fé­lög að hleypa hjálpar­dýrum um borð flug­véla. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið var á­kveðið að breyta reglunum þar sem sí­fellt fleiri halda því rang­lega fram að þeirra dýr væru hjálpar­dýr.

Oft eru hundar eina dýrategundin sem er leyfð sem hjálpardýr.
Fréttablaðið/Getty

Al­menningi hefur verið gefin kostur á að gera at­huga­semdir við til­löguna en fari hún í gegn munu að­eins hundar teljast sem hjálpar­dýr sem mega koma í far­þega­rými flug­véla. Þá verða að­eins vottuð hjálpar­dýr leyfð um borð en ekki dýr sem veita andlegan stuðning (e. e­motional s­upp­ort animals).

Reglur í öðrum löndum


Flug­fé­lög í Banda­ríkjunum hafa tekið vel í til­löguna en að þeirra sögn eru sí­fellt fleiri sem kvarta undan dýrum sem ekki eru al­menni­lega þjálfuð og hafa ekki vottun. Fjöl­mörg flug­fé­lög hafa þegar bannað ýmsar dýra­tegundir, til að mynda skordýr, en fari til­lagan í gegn munu reglur banda­rísku flug­fé­laganna líkjast þeim bresku sem telur dýr sem veita andlegan stuðning ekki til hjálpar­dýra.

Á Ís­landi gilda svipaðar reglur en í reglum Icelandair kemur fram að einungis sér­þjálfaðir og vottaðir hjálpar­hundar séu leyfðir í far­þega­rýminu. „Heimilt er að hafa dýr sem eru sér­þjálfuð til að veita and­legan og til­finninga­legan stuðning með í far­þega­rými, ef fylgdar­maður dýrsins hefur orðið sér úti um skjöl sem stað­festa að á­kveðnum skil­yrðum sé fram­fylgt.“


Að­eins eitt hjálpar­dýr má vera í far­þega­rýminu í hverju flugi og mega far­þegar með slíka hunda ekki stoppa á Ís­landi í meira en þrjá tíma vegna reglna um sótt­kví dýra hér á landi.

Hestar, svín og endur áður leyfð

Þrátt fyrir að flestir þarfnist raunverulega stuðnings hjálpardýra hafa sumir tekið upp á því að halda því fram að þeirra dýr séu hjálpardýr til þess að þau geti flogið í farþegarými flugvéla.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um hvers konar dýr fólk hefur reynt, og í sumum tilfellum tekist, að taka með sér um borð:

Kalkúnn:

Svín:

Smáhestar:

Kengúra:

Önd:

Api:

Páfugl:

Íkorni: