Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata í borgar­stjórn, þakkar Sig­ríði Dögg Arnar­dóttir kyn­fræðingi í pósti á Twitter í dag.

Heitar um­ræður hafa verið undan­farna daga um kyn­fræðslu sem Sigga Dögg kennir í grunn­skólum. Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir, kennari og for­kona jafn­réttis­nefndar Kennara­sam­bands Ís­lands, sagði hana vera að kenna krökkum kyrkingar í kyn­lífi en Sigga Dögg segist að­eins hafa svarað spurningum nem­enda af ein­lægni.

Dóra Björt er sam­mála Siggu Dögg í þessu máli og segir að „við þurfum skaða­minnkandi, opna, for­dóma­lausa og fræðandi nálgun en ekki af­neitandi for­ræðis­hyggju.“

Dóra bendir á að þrátt fyrir að klám sé bannað á Ís­landi eigi ís­lenskir ung­lings­drengir heims­met í klá­má­horfi.

„Takk Sigga Dögg,“ skrifar Dóra í lok færslunnar.