Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, þakkar Sigríði Dögg Arnardóttir kynfræðingi í pósti á Twitter í dag.
Heitar umræður hafa verið undanfarna daga um kynfræðslu sem Sigga Dögg kennir í grunnskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sagði hana vera að kenna krökkum kyrkingar í kynlífi en Sigga Dögg segist aðeins hafa svarað spurningum nemenda af einlægni.
Dóra Björt er sammála Siggu Dögg í þessu máli og segir að „við þurfum skaðaminnkandi, opna, fordómalausa og fræðandi nálgun en ekki afneitandi forræðishyggju.“
Klám er bannað á Íslandi sem er að mér skilst einsdæmi meðal frjálsra lýðræðisríkja. Samt eigum við heimsmet í klámáhorfi unglingsdrengja. Við þurfum skaðaminnkandi, opna, fordómalausa og fræðandi nálgun en ekki afneitandi forræðishyggju. Takk Sigga Dögg.
— Dóra Björt (@DoraBjort) January 28, 2022
Dóra bendir á að þrátt fyrir að klám sé bannað á Íslandi eigi íslenskir unglingsdrengir heimsmet í klámáhorfi.
„Takk Sigga Dögg,“ skrifar Dóra í lok færslunnar.