Séra Al Sharpton notaði hnéið á fyrr­verandi lög­reglu­manninum, sem varð Geor­ge Floyd að bana, sem mynd­líkingu fyrir þá kúgun sem blökku­menn í Banda­ríkjunum hafa orðið fyrir ára­tugum saman, á minningar­at­höfn fyrir Floyd í Minnea­polis í dag.

„Á­stæðan fyrir því að við gátum aldrei orðið þau sem við vildum eða dreymdum um að verða er útaf þið hafið haldið hné ykkar á hálsinum okkar,“ sagði Sharpton á minningar­at­höfninni en New York Times segir frá.

Fjöl­skylda og vinir Floyd sóttu at­höfnina á­samt stjór­mála­mönnum og trúar­legum leið­togum í Banda­ríkjunum. Meðal þeirra var Séra Jes­se Jack­son, þing­mennirnir Amy Klobuchar og Tina Smith frá Minnea­sota, ríkis­stjórinn Tim Walz og bæjar­stjóri Minnea­polis Jacob Frey.

„Það er kominn tími fyrir okkur að standa upp í nafni Geor­ge og segja takið hnéin ykkar af hálsinum okkar,“ sagði Sharpton enn fremur. Bæjarstjóri Minneapolis Jacob Frey, kraup fyrir framan kistu Floyd mínútum saman og brast í grát.

At­höfnin fór frið­sam­lega fram en mót­mæli hafa staðið yfir í Banda­ríkjunum í tíu daga eftir að hinn 46 ára gamli Floyd var myrtur í haldi lög­reglunnar.

„Við munum halda á­fram að mót­mæla, Geor­ge“

Sharpton lofaði við­stöddum að and­lát Floyd yrði ekki gleymt. „Við munum halda á­fram að mót­mæla, Geor­ge,“ sagði Sharpton.

Í bak­grunni at­hafnarinnar var mál­verk af Floyd með orðunum „nú get ég andað“ á en meðal hinstu orða Floyd var „ég næ ekki andanum“

Floyd kallaði einnig á móður sína á sinni hinstu stund og minntist Sharpton þeirra orða og sagði Floyd nú vera kominn á stað þar sem þeir illu næðu ekki til hans lengur.

Bróðir Floyd, Philonise, tók einnig til máls við at­höfnina og minntist hlýrrar nær­veru bróðir síns. „Hvert sem hann fór vildi fólk vera ná­lægt honum,“ sagði hann.

Fleiri minningar­at­hafnir fyrir Floyd eru á döfinni. Ein minningarathöfn fer fram í Norður Karó­línu á laugar­daginn og önnur í Hou­ston Texas á mánu­daginn svo dæmi séu tekin.

Bronshúðuð kista George Floyd á leið inn í athöfnina
Ljósmynd/EPA