„Það er mjög breytt starfsemi á Landspítalanum þessa stundina og breytingar í hjúkrun sjúklinga. Landspítalinn er breyttur í dag, fyrir alla, fyrir sjúklinga og aðstandendur og gjörbreyttur fyrir starfsfólkið. Við erum að taka á móti nýjum sjúklingahóp, með COVID 19," sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, á daglegum fundi Almannavarna vegna kórónaveirufaraldursins í dag.

„Við erum áfram að taka við 20-25 bráðainnlögnum á dag eins og venjulega. Við viljum enn og aftur minna fólk á að hika ekki við að leita til okkar. Á móti kemur höfum við þurft að draga úr valkvæðri starfsemi. Við höfum lagt gríðarlega áherslu á að byggja upp getu á gjörgæsludeildum," segir Sigríður enn fremur.

„Það hefur verið misvísandi í umræðunni um hversu mörg rými hafa verið í notkun. Mig langar að árétta að á tveimur vikum höfum við tvöfaldað þann fjölda. Við höfum gert það með nýjum búnaði og með því að styrkja mönnun í hjúkrun sem hefur verið takmarkandi þáttur. Það þarf fólk með margra ára þjálfun til þess að anna því álagi sem er á gjörgæsludeildinni þessa stundina," segir hún um núverandi ástand.

„Til þess að láta þetta ganga upp höfum við fengið liðsauka reyndra gjörgæslustarfsfólks sem leitað hafa í önnur störf. Síðan höfum við þurft að manna upp fjórar legudeildir til að taka á móti sjúklingum þar. Þessir sjúklingar hafa reynst mjög vekir og hafa þurft mikla hjúkrun. við höfum áætlað að vð þurfum 30-50 prósent fleiri hjúkrunarfræðinga fyrir þá," segir framkvæmdastjórinn.

Höfum fengið aðstoð inn á deild sem er öflug fyrir

„Vegna veikinda hjúkrunarfræðinga og notkun þeirra á hlífðarbúnaði eru öll samskipti við sjúklinga og aðstandendur þeirra flóknari. Það sem við höfum haft að leiðarljósi er að reyna að tryggja viðeigandi þekkingu og færni. Við höfum þurft að bæta verulega í allskyns fræðslu og þjálfun til að gera fólki kleift að snúa aftur eftir fjarveru. Ástæðan fyrir því að við getum gert þetta er að við búum yfir vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Það er gríðarleg nýsköpun í þjónustunni og í því hvernig við notum tækni og búnað."

„Við höfum líka fengið mjög mikla hjálp. Bæði hefur okkar fólk stigið upp og verið tilbúið til að takast á við ný störf. Hjá þessu fólki fylgir mikil óvissa og ótti eins og hjá öllum öðrum. Allir lagt á sig mikla vinnu. Dæmi um það að hjúkrunarfræðingar hafi gefið kost á sér að stíga til baka og stytta fæðingarorlof til að snúa aftur til vinnu," sagði Sigríður sem þakkaði sérstaklega bakvarðarsveitum og atvinnuveitendum þeirra, fyrir að hafa margir hverjir stigið fram og hvatt sitt starfsfólk til að koma inn í þesa vinnu fyrir okkur," sagði Sigríður.

„Okkar toppur bíður inn á spítalanum. þurfum samt að horfa fram í tímann og huga að því hvernig við hugsum þetta þegar þetta verkefni verður minna um sig. Miklar væntingar í samfélaginu um það að geta horfið aftur til eðlilegrar tilveru. það verður ærið verkefni hjá okkur að snúa þessum hjólum af stað. þurfum að huga að því að okkar fólk verður búið að vinna mikið og mjög þreytt. Þannig við erum byrjuð í þeim undirbúningi," segir hún um framhaldið spítalanum.