Lög­reglu­fé­lag Norður­lands vestra (LNV) tekur undir með á­lyktun fé­laga sinna á Austur-og Suður­landi og leggst ein­dregið gegn hug­myndum innan em­bættis ríkis­lög­reglu­stjóra um eitt lög­reglu­em­bætti. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í dag lýstu um­rædd fé­lög yfir stuðningi við Lands­sam­band lög­reglu­manna. Sam­bandið gaf út yfir­lýsingu á laugar­daginn þar sem kom fram að það teldi á­kvörðun dóms­mála­ráðu­neytisins um að fara fram á al­hliða stjórn­sýslu­útt­tekt á em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra löngu tíma­bæra.

Yfir­lög­reglu­þjónn hjá em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra hefur viðrað þær hug­myndir að sam­eina ætti öll lög­reglu­em­bætti í landinu undir einn hatt. Í til­kynningu LNV kemur fram að fé­laga­fundur fé­lagsins telur að með því út­spili sé verið að af­vega­leiða um­ræðuna.

Er jafn­framt vakin at­hygli á því að nú­verandi skipu­lag lög­reglu sé einungis frá árinu 2015. Djúpur á­greiningur milli em­bættis ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­em­bætta landsins hefur birst lands­mönnum í um­fjöllun fjöl­miðla síðast­liðna mánuði.

Í til­kynningunni sinni segist LNV enn fremur fagna á­lyktun stjórnar Lands­sam­bandsins og er skorað á Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, ný­skipaðan dóms­mála­ráð­herra, að taka á­kveðið á málum ríkis­lög­reglu­stjóra.