Enn er þess beð­ið að hægt verð­i að taka skýrsl­u af þrem­ur ein­stak­ling­um sem voru hand­tek­in á hót­el­i í mið­borg Reykj­a­vík­ur í gær með skot­vopn og skot­fær­i á sér.

Sér­sveit að­stoð­að­i við hand­tök­u fólks­ins í gær um klukk­an 20 en á þeim fund­ust einn­ig fíkn­i­efn­i. Ás­mund­ur Rún­ar Gylf­a­son, að­stoð­ar­yf­ir­lög­regl­u­þjónn hjá Lög­regl­unn­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið í dag að eng­um hafi ver­ið hót­að eða stað­ið ógn af fólk­in­u en að mál­ið muni skýr­ast bet­ur þeg­ar búið verð­ur að taka skýrsl­u af þeim.

„Rann­sókn­ar­lög­regl­u­mað­ur er með mál­ið á sinn­i könn­u og mun taka skýrsl­u af þeim um leið og hægt er,“ seg­ir Ás­mund­ur.

Fram kom í dagbók lögreglunnar í morgun að þremenningarnir hafi verið vistuð í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.