Hæsti­réttur Banda­ríkjanna hefur sam­þykkt að taka fyrir úr­skurð í máli Dz­hokhar Tsarna­ev en á­frýjunar­dóm­stóll á­kvað að snúa við sak­fellingu Tsarna­ev í á­kveðnum liðum. Dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna mót­mælti á­kvörðuninni og fór í kjöl­farið fram á að Hæsti­réttur tæki málið fyrir.

Tsarna­ev var árið 2015 dæmdur til dauða fyrir hans þátt í sprengju­á­rásinni í Boston-mara­þoninu árið 2013 þar sem þrír létust og hundruð særðust. Bróðir hans, Tarmerlan, stóð einnig fyrir á­rásinni en hann var skotinn til bana af lög­reglu nokkrum dögum eftir á­rásina.

Á­frýjunar­dóm­stóllinn komst að þeirri niður­stöðu að kvið­dómarar í málinu hafi ekki verið spurðir nægi­lega vel út í hversu mikið þeir höfðu heyrt af málinu áður en það var tekið fyrir. Lög­menn Tsarna­ev sögðu að hann hafði ekki fengið sann­gjörn réttar­höld þar sem svo stutt var frá á­rásinni.

Að því er kemur fram í frétt AP frétta­stofunnar mun málið lík­lega ekki vera tekið fyrir fyrr en í haust en margir velta nú fyrir sér hvernig ríkis­stjórn Bidens mun taka á málinu, þar sem hann hefur áður lýst því yfir að hann vilji binda enda á dauða­refsingar á al­ríkis­vísu.

Mál Tsarna­ev gæti þó reynst sér­stak­lega flókið þar sem það var ríkis­stjórn Obama, þar sem Biden var vara­for­seti, sem fór upp­runa­lega fram á dauða­refsingu í málinu.