Yfir­völd ætla ekki að taka upp nein­ar sér­stak­ar að­gerð­ir á land­a­mær­um vegn­a mögulegra áhrifa útbreiðslu Covid-19 í Kína hér á landi eftir að landamæri landsins voru opnuð á ný.

Það kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá heil­brigð­is­ráð­u­neyt­in­u en Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herr­a kynnt­i á fund­i rík­is­stjórn­ar á föst­u­dag minn­is­blað sótt­varn­a­lækn­is til ráð­herr­a um mög­u­leg á­hrif út­breiðsl­u Co­vid-19 í Kína hér á land­i.

Að mati sótt­varn­a­lækn­is mæla fag­leg rök ekki með því að taka upp að­gerð­ir á land­a­mær­um hér til að vernd­a lýð­heils­u og held­ur ekki að­gerð­ir sem bein­ist sér­stak­leg­a að Kína sem brott­far­ar­land­i.

Í til­kynn­ing­u ráð­u­neyt­is­ins seg­ir til­mæl­i sótt­varn­a­lækn­is séu byggð á bæði nið­ur­stöð­u fund­ar neyð­ar­ráðs Evróp­u­sam­bands­ins (IPCR) og fund­i að­ild­ar­ríkj­a sam­bands­ins 29. desember og 3. Jan­ú­ar. Í fram­hald­i af þess­um fund­um voru gef­in út til­mæl­i sem miða að því að sam­ræm­a nálg­un land­a vegn­a út­breiðsl­u Co­vid-19 í Kína. Til­mæl­in eru ekki bind­and­i og gert ráð fyr­ir að lönd að­lag­i þau að að­stæð­um sín­um.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar á föstudag minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra um möguleg áhrif útbreiðslu Covid-19 í Kína hér á landi.
Fréttablaðið/Eyþór

Í minn­is­blað­i sótt­varn­a­lækn­is, Guð­rún­ar Aspel­und, eru til­mæl­in rak­in og rök sótt­varn­a­lækn­is fyr­ir því mati að ekki séu fag­leg­ar á­stæð­ur til þess að gríp­a til að­gerð­a á land­a­mær­um hér á land­i. Þar kem­ur enn frem­ur fram að land­lækn­is­em­bætt­ið muni upp­fær­a og dreif­a við­eig­and­i leið­bein­ing­um til ferð­a­mann­a.

Sótt­varn­a­lækn­ir seg­ir þó að skoð­a mætt­i það að koma af stað sýn­a­tök­u hjá slemb­i­úr­tak­i allr­a kom­u­far­þeg­a í Kefl­a­vík ef vís­bend­ing­ar koma fram er­lend­is frá um nýtt af­brigð­i sem fylgj­ast ætti með.

„Viss­u­leg­a get­ur ver­ið hag­ur af sam­ræmdr­i nálg­un á vett­vang­i ESB og Schen­gen-tengdr­a ríkj­a til að drag­a úr á­hætt­u sem staf­ar af mis­mun­and­i ráð­stöf­un­um á svæð­i án innr­a land­a­mær­a­eft­ir­lits en til­mæl­i ESB gera ráð fyr­ir að lönd að­lag­i þau að sín­um að­stæð­um eins og er,“ seg­ir Guð­rún í minn­is­blað­i sína og að mög­u­leik­inn sé allt­af fyr­ir hend­i að auk­inn fjöld­i ferð­a­mann­a frá Kína, sem ekki hafa feng­ið sam­bær­i­leg­a vörn með ból­u­setn­ing­um og í­bú­ar hér, gæti leitt til auk­ins fjöld­a með al­var­leg COVID-19 veik­ind­i hér­lend­is, sem gæti auk­ið álag á heil­brigð­is­kerf­ið og ekki síst gjör­gæsl­u­deild­ir.

„Slík­ar á­hyggj­ur virð­ast þó eins og er meir­a byggð­ar á ó­viss­u um upp­lýs­ing­ar frá Kína held­ur en sann­fær­and­i rök­um að ferð­a­menn það­an muni um­fram aðra vald­a aukn­u á­lag­i. Þann­ig tel ég ekki rétt­læt­an­legt að gríp­a til ver­u­legr­a inn­grip­a gegn ferð­a­mönn­um frá Kína nú um­fram aðra ferð­a­menn sem hing­að koma,“ seg­ir Guð­rún og að á næst­u vik­um sé lík­legt að það komi fram upp­lýs­ing­ar sem gefa til­efn­i til að end­ur­skoð­a þett­a á­hætt­u­mat og til­lög­ur um að­gerð­ir hér.