Þing­maður breska Í­halds­flokksins og fyrrum ráð­herra var í gær­morgun hand­tekinn vegna gruns um að hafa nauðgað konu á þrí­tugs­aldri en þing­maðurinn sem um ræðir hefur ekki verið nafn­greindur.

Að því er kemur fram í frétt BBC var konan starfs­maður breska þingsins þegar brotin eiga að hafa átt sér stað.

Sam­kvæmt frétt The Sunday Times, sem greindi fyrst frá málinu, er þing­maðurinn sakaður um að hafa ráðist á konuna og neytt hana til sam­fara. Rann­sókn er hafin á málinu.

Vilja ekki tjá sig um málið

Lög­regla stað­festi að maður á sex­tugs­aldri hafi verið hand­tekinn vegna málsins en honum var sleppt gegn tryggingu þar til um miðjan ágúst.

Að sögn lög­reglunnar í Lundúnum eiga brotin að hafa átt sér stað frá júlí 2019 til janúar 2020 við fjögur mis­munandi til­efni.

„Við tökum öllum svona á­sökunum mjög al­var­lega. Þar sem málið er nú í höndum lög­reglu væri það ekki við hæfi að tjá okkur frekar,“ segir í yfir­lýsingu frá Í­halds­flokknum um málið.