Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að taka á móti 35 til 70 manns frá Afganistan, til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust, vegna ástandsins sem ríkir í landinu.

Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra tillögu ríkisstjórnarinnar, en horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna og mæðra í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra.

Alls komu 78 einstaklingar komið hingað til lands í haust frá Afganistan.