„Núna þegar Euro­vision æðið er að renna af lands­mönnum, þá viljum við benda á að við munum með glöðu geði, taka við fatnaði, keðjum, göddum, ólum og slíku sem kann að hafa safnast fyrir í skápum.“

Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book-síðu BDSM á Ís­landi, þar sem fólk er hvatt til endur­nýtingar á svo­kölluðum BSDM klæðum, sem nutu tals­verðra vin­sælda í kringum Euro­vision um síðast­liðna helgi.

„Að sjálf­sögðu hvetjum við fólk til að nota slíkan búnað á­fram, á öruggan hátt, en við hvetjum til endur­nýtingar ef séð verður fram á að þetta muni safna ryki,“ segir í Face­book-færslunni.

Ó­hætt er að segja að sann­kallað Hatara-æði hafi ríkt hér á landi undan­farnar vikur, hjá ungnum sem öldnum, en ó­lík­legt þykir að vin­sældir klæðanna muni vara lengi, í það minnsta á al­manna­færi.

Búninga­hönnuðir Hatara, Karen Briem og Andri Hrafn Unnars­son, ræddu við Frétta­blaðið á dögunum, og má lesa allt um búningana með því að smella hér.

Núna þegar Eurovision æðið er að renna af landsmönnum, þá viljum við benda á að við munum með glöðu geði, taka við...

Posted by BDSM á Íslandi on Thursday, May 23, 2019