Taí­lensku fót­bolta­drengirnir tólf sem voru fastir í helli í Chiang-Rai héraði í Taí­landi, á­samt fót­bolta­þjálfaranum sínum, í sau­tján daga fyrir ári síðan sneru þangað aftur fyrr í dag. Drengirnir tóku þátt í búddhískri at­höfn til að heiðra kafarann sem lést við björgunað­gerðirnar í fyrra.

Flestir sem fylgdust með fréttum síðasta sumar muna ef­laust eftir drengjunum og ó­trú­legri björgunar­að­gerð þeirra sem er­lendir sér­fræðingar og hundruð sjálf­boða­liða komu að.

Drengirnir sneru aftur í hellinn, í gulum treyjum, á­samt þjálfaranum sínum, í búddamusteri í Chiang-Rai héraði og gáfu þeim gjafir til að heiðra minningu kafarans, Saman Kunan. Jafn­framt lögðu þeir blóm við styttu sem hefur verið reist af kafaranum

„Ég vil þakka Saman Kunan,“ sagði Ekka­pol Chantawong, þjálfari drengjanna, í við­tali við Reu­ters fyrr í dag, við at­höfnina.

„Án hans, væri hvorki ég né strákarnir hér,“ bætti Chantawong við.

Stytta hefur verið reist af þjálfaranum til að minnast hans.
Fréttablaðið/AFP

Festust í hellinum í 18 daga

Drengirnir, sem voru á aldrinum 11 til 16 ára, festust í hellinum, þann 23. júní, þegar skyndi­lega byrjaði að rigna mikið og það flæddi yfir inn­gang hellisins sem þeir höfðu farið inn í.

Saman Kunan var með­limur taí­lensku sér­sveitarinnar lést að kvöld 5. júlí, eftir að hafa farið inn í hellinn til að koma þar fyrir súr­efniskútum á leiðinni sem þurfi að fara til að komast að drengjunum.

Eigin­kona Saman, Wa­leeporn Kunan, segir í við­tali við Reu­ters að drengirnir séu á­vallt þakk­látir þegar þeir mæti henni í hverfinu sem þau öll búa í.

Netflix þáttaröð væntanleg

Eftir að drengjunum var bjargað úr hellinum var þeim boðið að koma á Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu sem þá stóð sem hæst. Ári síðar er enn mikill á­hugi á drengjunum og greindi Net­flix frá því í apríl á þessu ári að þau hyggist gera stutta fram­halds­þátta­röð um björgunina sem verður leik­stýrt af leik­stjórum kvik­myndarinnar „Crazy Rich Asians, Jon M. Chu and Nattawut “Baz” Poon­piri­ya.

Tvær bækur um björgunar­að­gerðirnar hafa verið gefnar út auk þess sem tökum lauk á kvik­mynd um að­gerðirnar í desember. Myndinni er leik­stýrt af bresk-taí­lenska leik­stjóranum Tom Waller.

Drengirnir sjálfir vildu ekki veita við­töl við at­höfnina og bentu fjöl­miðlum á að tala við þjálfara þeirra.

„Lífið er samt við sig, en nú vita fleiri hver ég er,“ sagði Ekka­pol, sem eftir að­gerðirnar stofnaði nýtt knatt­spyrnu­lið sem er fyrir börn sem eru ríkis­fangs­laus og í við­kvæmri stöðu. Ekka­pol er sjálfur frá Mjanmar og til­heyrir minni­hluta­hóp. Honum var veittur taí­lenskur ríkis­borgara­réttur eftir björgunar­að­gerðirnar.

Greint er frá á Reu­ters.