Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að gera aftur kröfu um staðfestingu á bólusetningu við Covid-19 á landamærunum fyrir alla farþega sem koma inn til landsins.

Greint er frá málinu á Reuters en farþegar á leiðinni til Taílands þurfa að geta sannað fram á mótefni við Covid-19 áður en farið er um borð í flugvélina.

Í októbermánuði var ákveðið að falla frá kröfum um bólusetningar við komuna til Taílands en hún er nú komin aftur og verður við gildi út janúarmánuð.

Samkvæmt því verða farþegar á leiðinni til Taílands að sýna fram á bólusetningu, undanþáguheimild frá lækni vegna bólusetningar eða fram á að einstaklingar hafi smitast af Covid-19 síðustu sex mánuði.

Með þessu eru stjórnvöld í Taílandi að bregðast við straumi ferðamanna frá Kína sem opnaði landamæri sín að fullu í dag.