Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Vörubíll fór á hliðina og út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Björgunarsveit á svæðinu var ráðin til að losa bílinn svo auðveldara yrði að reisa hann við. Holtavörðuheiðin er lokuð á meðan lögregla og björgunarsveit vinna að því að reisa bílinn við.

Talsverð hálka hefur verið á heiðinni undanfarna daga Mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson

Búast má við umferðartöfum á Holtavörðuheiði til allt að hálf fjögur í dag vegna vinnu við að ná upp flutningabíl sem valt út af veginum í gærkvöldi. Greint er frá því á veg Vegagerðarinnar að lögregla og björgunarsveit stjórni umferð þar á meðan unnið er að því að reisa bílinn við. 

Björgunarsveitin Húnar var kölluð á vettvang í gær til að aðstoða lögreglu við að tryggja öryggi vegfarenda eftir að vörubíll fór á hliðina og út af veginum. Talsverð hálka hefur verið á heiðinni undanfarna daga, og er enn.

Bílinn fór á hliðina og út af veginum. Áður en hann var reistur við þurfti að tæma hann. Mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson

Björgunarsveitin ráðin í að losa bílinn

Kristján Svavar Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Húnum segir í samtali við Fréttablaðið að sveitin hafi verið ráðin í björgunarstarf af fyrirtækinu sem á bílinn til að losa hann. Hann segir að í bílnum hafi verið almennar vörur, svo sem kjöt- og fiskivörur.

Hann segir að bíllinn hafi verið kominn á hliðina en hann viti ekki nákvæmlega hvað hafi orðið til þess eða af hverju hann fór út af.

Aðstæður góðar í dag

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra eru aðstæður í dag góðar til að reisa bílinn við.

„Það er svolítið vesen að ná honum upp. Það er búið að snjóa og það er hálka en annars er allt í lagi veður,“ segir Guðrún hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra í samtali við Fréttablaðið í dag.

Upplýsingar um færð vega eru aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Talsverður viðbúnaður er á vettvangi Mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing