Um 0,9% þjóðarinnar hafa myndað mótefni gegn kórónaveirunni samkvæmt mælingum Íslenskrar erfðagreiningar, ef undanskildir eru þeir sem voru með staðfest smit eða fóru í sóttkví.

Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi fyrirtækisins í kvöld.

Að hans sögn bendir mótefnamæling til þess að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna sé því enn út­sett­ur fyr­ir veirunni.

Nánar verður greint frá niðurstöðum mótefnamælinga fyrirtækisins á næstu vikum. Að sögn Kára er búið að mæla margfalt fleiri hér fyrir mótefnum en á meðal nokkurrar annarrar þjóðar.

Upplýsingarnar verði nýttar til þess að hjálpa sóttvarnaryfirvöldum að eiga við næstu bylgjur faraldursins.