Ekkert lát virð­ist vera á skjálft­a­hrin­unn­i á Reykj­a­nes­i sem hófst 24. febr­ú­ar. Síð­an þá hafa meir­a en 41 þús­und skjálft­ar mælst, þarf af um 1900 frá mið­nætt­i í dag.

Stærst­i skjálft­i dags­ins var 4,6 að stærð klukk­an 1:34 í nótt. Hann fannst víða á sunn­an- og suð­vest­an­verð­u land­in­u.

Skjálft­i af stærð 3,4 varð klukk­an fjög­ur síð­deg­is, um 1,5 kíl­ó­metr­um suð­suð­vest­ur af Keil­i. Hann fannst á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u og í Borg­ar­nes­i.

Flest­ir eiga þeir upp­tök sín við Fagr­a­dals­fjall líkt og und­an­farn­a daga en þó hafa nokkr­ir einn­ig orð­ið suð­ur af Keil­i.

Það sem af er degi hafa 20 skjálft­ar mælst meir­a en þrír að stærð.