Í gær greindist 31 Co­vid-smit innan­­lands sam­­kvæmt upp­­­færðum tölum á co­vid.is. Þetta eru sex fleiri smit en í fyrra­­dag er þau voru 25.

Af þeim sem greindust í gær voru 20 óbólu­sett og ellefu full­bólu­sett. Við ein­kenna­sýna­töku greindust 27 smit og fjögur við sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun.

Eitt virkt smit greindist á landa­mærunum, hjá full­bólu­settum, og beðið er niður­stöðu mót­efna­mælingar hjá tveimur.

Flestir í sótt­kví á Norður­landi eystra

Þá eru 1969 í sótt­kví og fjölgar um 153 milli daga. Í skimar­sótt­kví eru 475 og 361 er í ein­angrun. Í fyrra­dag 1816 í sótt­kví, 500 í skimunar­­­sótt­kví 500 og 369 í ein­angrun. Lang­flest eru í sótt­kví á Norður­landi eystra, 1323, og þar eru 92 í ein­angrun. Á höfuð­borgar­svæðinu eru 514 í sótt­kví og 196 í ein­angrun.

Átta eru á sjúkra­húsi og einn á gjör­­gæslu, sami fjöldi og í fyrra­­dag.

Ný­­gengi smita innan­­lands er nú 120,8 og á landa­­mærunum er það 7,4.

Nú­verandi að­gerðir inn­lands renna út á mið­nætti á morgun, mið­viku­daginn 6. októ­ber. Í gildi nú er 500 manna sam­komu­bann á landinu öllu. Þó er leyfi­legt að halda 1500 manna við­burði, að á­kveðnum skil­yrðum upp­fylltum. Enn er í gildi eins metra ná­lægðar­regla og þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjar­lægð er grímu­skylda innan­dyra.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skila í gær minnis­blaði til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra með til­lögum um á­fram­hald að­gerða innan­lands. Hann hefur ekki gefið upp í hvað þeim felst.

Fréttin hefur verið upp­­­­­færð.