Vesturbæjarlaug er lokuð næstu tvær vikurnar tæpar vegna viðgerða sem þar standa yfir. Þegar hringt er í síma laugarinnar, sem stendur við Hofsvallagötu, má heyra í símsvara sem segir að laugin sé lokuð frá frá 24. júní til 5. júlí vegna viðhalds og fram­kvæmda.

„Við opn­um aft­ur laug­ar­dag­inn 6. júlí,“ segir símsvarinn. Mbl.is greindi fyrst frá lokuninni. Ætla má að Vesturbæingar, sem og aðkomufólk, hafi orðið fyrir vonbrigðum í dag en fjöldi fólks sækir laugina alla jafna.

Ekki liggur fyrir hvers lags viðgerðir um ræðir en ljóst má vera að biðin gæti reynst sundgörpum erfið. Þeir þurfa þó ekki að leita langt yfir skammt en sundlaug Seltjarnarness ku vera prýðileg afþreying.