Í það minnsta 920 ein­staklingar hafa látist í kjöl­far jarð­skjálftans sem skók Afgan­istan snemma í morgun á staðar­tíma. Hundruðir til við­bótar eru særðir.

Sam­kvæmt upp­færðum mælingum frá jarð­fræði­at­hugunar­stofnun Banda­ríkjanna var skjálftinn 5,9 að stærð en ekki 6,1 eins og fyrstu mælingar gáfu til kynna. Skjálftinn átti upp­tök sín ná­lægt borginni Khost, við landa­mæri Pakistan og um tvö hundruð kíló­metra frá höfuð­borg Afgan­istan, Kabul.

Ráð­herra í ham­fara­stjórnun hjá ríkis­stjórn Talí­bana, Mawlawi Shara­fuddin Muslim, sagði við blaða­fólk að minnst 920 hafi látist og sex hundruð særst í kjöl­far jarð­skjálftans.

Starfs­maður innan­ríkis­ráðu­neytisins segir lík­legt að þessar tölur muni enn hækka enda erfitt að komast inn á sum svæði þar sem jarð­skjálftinn reið yfir. Við­bragðs­aðilar hafa verið sendir að veita að­stoð til þeirra sem þurfa á því að halda.