Sér­fræðingar telja að allt að 30 prósent þeirra sem verða al­var­lega veikir af CO­VID-19 myndi blóð­tappa en bólgur í lungunum valda því að slíkir tappar myndist. Fjöl­margir fylgi­kvillar fylgja CO­VID-19 sjúk­dóminum og er blóð­tappa­myndun hluti af þeim fylgi­kvillum að því er kemur fram í frétt BBC.

Frá því í mars hafa læknar fengið frekari upp­lýsingar um sjúk­dóminn og tekið eftir að aukið hlut­fall þeirra sem veikjast og þurfa á læknis­að­stoð að halda myndi blóð­tappa. Hundruð litlir blóð­tappar hafa myndast í lungum sumra sjúk­linga en einnig hefur blóð­tappa­myndun í fótum aukist.

Að sögn Roopen Arya, prófessors í dreyra­stöðvun og sega­myndun hjá King‘s College sjúkra­húsinu í London, er hlut­fallið þó mögu­lega mun hærra en 30 prósent. „Sér­stak­lega hjá þeim sem eru al­var­lega veikir af Co­vid á gjör­gæslu, þar sem nýrri rann­sóknir sýna að nærri helmingur sjúk­linga eru með blóð­tappa í hjarta eða lungum.“

Ákall til lækna um að bregðast við ástandinu

Arya segir sjúk­dóminn hafa þau á­hrif að blóð sjúk­linga verði klístraðra sem geti leitt til bólgna í lungum og blóð­tappa. „Í al­var­lega veikum sjúk­lingum erum við að sjá út­hellingu efna í blóðinu og það hefur þá hliðar­verkun að blóð­tappa­myndun hefjist,“ segir Arya.

Blóð­þynnandi lyf hafa verið notuð til að bregðast við blóð­tappa­mynduninni en rann­sóknir sýna að slík með­ferð dugi oft ekki til. Á­kall hefur verið gert til lækni­s­teyma um að finna bestu með­ferðina gegn blóð­tappa­myndun í CO­VID-19 sjúk­lingum og er vinna hafin við að finna réttan skammt af blóð­þynnandi efnum til sjúk­linga.

Rúmlega 4,5 milljón manns hafa nú smitast af COVID-19 á heimsvísu og hafa tæplega 309 þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins. Mörg ríki vinna nú að gerð bóluefnis gegn sjúkdóminum en óljóst er hvort eða hvenær slíkt bóluefni verði til.