Alls hafa 68 heilbrigðisstarfsmenn á háskólasjúkrahúsinu í Malaga greinst með Covid-19, aðeins nokkrum dögum eftir að starfsfólkið mætti á jólahlaðborð starfsmanna spítalans.
Um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en heilbrigðisráðuneyti Spánar greindi frá þessu í dag.
Rúmlega 170 starfsmenn voru viðstaddir á jólahlaðborðinu í síðustu viku og er tæplega þriðjungur þeirra nú komin í einangrun eftir að 68 starfsmenn spítalans sem mættu á jólahlaðborðið greindust með Covid-19.
Allir starfsmennirnir tóku hraðpróf deginum fyrir jólahlaðborðið þar sem allir fengu neikvætt sýni. Það er því ekki útilokað að einstaklingarnir hafi smitast um helgina.