Aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum brýnir fyrir Eyjamönnum að takmarka samskipti og umgangast eins fáa og mögulegt er.

Um helgina greindust 12 Eyjamenn með kórónaveirusjúkdóminn COVID-19 og hafa því alls 95 manns greinst með kórónaveiruna í Vestmannaeyjum.

Allir nema einn greindust í skimum Íslenskrar erfðagreiningar.

„Nú er búið að rannsaka 1200 af þeim 1500 sýnum sem voru tekin í skimun ÍE. Af þeim sem greindust nú voru 4 í sóttkví og nokkrir einkennalausir,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Fjórtán hafa náð bata og segir aðgerðarstjórn ánægjulegt að segja frá því. Í sóttkví eru skráðir 157.