Fyrrverandi ritari nasista í útrýmingarbúðum hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti um atburðina sem áttu sér þar stað. New York Post fjallar um málið.

„Mér þykir allt það sem gerðist mjög leitt,“ sagði hin 97 ára gamla Irmgard Furchner í réttarsal í Þýskalandi. Nú er réttað yfir henni vegna meints þáttar hennar í dauða rúmlega tíuþúsund manns.

Furchner starfaði sem ritari í Sutthof-útrýmingarbúðunum í Pólandi frá 1943 til 1945. Í fjölmiðlum hefur hún verið titluð sem „ritari hins illa“.

Þýsk lög kveða á um að allir þeir sem komu að starfsemi útrýmingarbúða, jafnvel þó þeir hafi ekki haft bein tengsl af starfsemi þeirra, geti verið látnir sæta ábyrgð vegna þeirra miklu glæpa sem þar voru framdir.

„Ég sé eftir því að hafa unnið í Stutthof,“ segir Furchner sem hafði áður neitað því að hún vissi eitthvað um aftökurnar sem voru framdar í búðnum.

Verjendur hennar hafa krafist þess að hún verði sýknuð, þar sem þeir telja ekki sannaða að fullu að hún hafi verið meðvituð um morðin. Ákæruvaldið hins vegar krefst þess að hún fái tveggja ára skilorðsbundin dóm.